Kynning

Antifasistisk Aktion (AFA) er netverk sem myndaðist í september 1993 og nær yfir alla Svíþjóð. Við álítum að við verðum að stríða gegn fasisma bæði hugmyndafræðilega og með líkamlegum átökum. Stríða gegn fasismanum í öllum hans birtingarformum og hvar helst sem hann sýnir sig.
Við höfum lýðræðislega sósíalistíska grundsýn og lítum á okkur sem hluta af breiðari vinstrihreyfingu fyrir utan þingið (parlamentet). Við beitum okkur í stríðinu gegn sexisma, kynþáttahatri, kapítalisma og hómófóbíu.

Allir hópar í netverkinu eru sjálfstæðir og óháðir. Þeir hafa sjálfir valið að gerast hluti af netverkinu og geta, ef þeir óska þess, gengið úr því. Allir hópar ákvarða sjálfir hvaða málefnum þeir vilja sinna og hvaða aðferðum þeir vilja beita. Ákvarðanataka gerist á lýðræðislegan hátt innan og milli hópanna í AFA.
Tilgangur netverksins er að dreyfa upplýsingum og skiptast á reynslu, og til að samræma aðgerðir um allt landið – til dæmis mótmælaaðgerðir. AFA hefur enga miðstýringu og enga fulltrúa fyrir netverkið, öll starfsemi á sér stað í hópunum útaf fyrir sig eða saman. Allir hóparnir í AFA hittast reglulega á landsmótum og á þessum mótum geta nýir hópar valist inn í netverkið.

Allir sænskir andfasistískir hópar eru ekki með í AFA. Það hafa alltaf, eða næstum alltaf, verið til virkir hópar sem staðið fyrir utan netverkið, en þeir hópar sem hafa orðið langlífir hafa alltaf valið að fyrr eða síðar ganga með í AFA. Við erum opin fyrir ólíkum aðferðum, það sem skiptir máli er árangurinn, að markmiðið náist.

Við erum oft gagnrýnd þegar okkur finnst réttlætanlegt að beita ofbeldi. En við sækjumst ekki eftir því að fá opinbera viðurkenningu, fiska atkvæði eða fá jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Markmið okkar er að brjóta hinn skipulagða fasisma á bak aftur.

Að stríða gegn kynþáttahatri og fasisma krefur þolinmæði og úthalds. Stríðið tekur ekki enda. Þegar við höfum drekkt einum fasískum samtökum þá birtas önnur. En vegna þolinmæðis og úthalds i okkar starfsemi fær fasisminn aldrei að vaxa í friði. Hugmyndin er einföld. Við leyfum fasistunum ekki að starfa ótruflað – engin mótmæli, engin fundarhöld, engar blaðasölur, engir fasistískir tónleikar, engar fasistískar bókaverslanir, án þess að við séum þar til að berjast gegn þeim. Við ráðumst á strúktúrana þeirra.
Antifasisminn starfar utan þingsins því fasismann er ekki hægt að kjósa í burtu. Aðgerðir okkar geta snúist um skoðanamyndun, fyrirlestra, samtöl, vinnu í skólum, að setja upp plaköt, menningarstarfsemi, eigin AFA-mótmælaaðgerðir og um bein átök við fasistana á götunum. Við erum andstæða fasismans.
Geng stéttarsamvinnu ásamt þjóðernis- og hernaðarhyggju fasismans, stillum við upp stéttarbaráttu, alþjóðahyggju og lýðræðislegum sósíalisma, þar sem markmiðið er frelsun manneskjunnar úr klóm kapítalisma og einræðis.

Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem berst gegn fasisma og kynþáttahatri um allan heim.

No Pasaran!